Háskólinn í Reykjavík

Skapaðu framtíðina í HR

Verið velkomin í Háskólann í Reykjavík laugardaginn 1. mars frá kl. 12 - 15. Aðstaðan í HR verður í fyrirrúmi í ár þar sem gestum verður boðið að skoða aðstöðuna, kynna sér rannsóknarstofur innan HR og fá innsýn í kennlustundir í öllum deildum háskólans

Háskólinn í Reykjavík (HR) veitir nemendum sínum fjölbreytta þekkingu, færni og reynslu fyrir atvinnulíf framtíðarinnar. Boðið er upp á metnaðarfullt grunnnám og framhaldsnám í sjö deildum: tölvunarfræðideild, viðskipta- og hagfræðideild, verkfræðideild, sálfræðideild, iðn- og tæknifræðideild, íþróttafræðideild og lagadeild.

Á Háskóladeginum verður fjölbreytt námsframboð við HR  kynnt og býðst gestum að spjalla við nemendur, kennara og náms- og starfsráðgjafa um allt sem viðkemur náminu.

Nútímalegar kennsluaðferðir, verkefnamiðað nám, sterk tengsl við atvinnulífið og þátttaka í rannsóknum er meðal þess sem einkennir nám í HR. Í starfinu er lögð áhersla á góða aðstöðu fyrir nemendur, góð og persónuleg samskipti kennara og nemenda og góða þjónustu. Öll starfsemi HR er undir einu þaki og háskólabyggingin er opin allan sólarhringinn fyrir nemendur. Þar er m.a. að finna líkamsrækt, matsölu, kaffihús, bókasafn og verslun. Í næsta nágrenni háskólans eru útivistarperlurnar Öskjuhlíð og Nauthólsvík.

Kynntu þér fjölbreytt námsframboð í grunnnámi við HR hér fyrir neðan.

Profile

Námsleiðir Háskólans í Reykjavík

Skoða námsleiðir allra skóla